Frumkvæðissjóðir Bb II
08.04.2025
Tilkynningar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvæðissjóðum Raufarhafnar og framtíðarinnar II og Öxarfjarðar í sókn II.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 5. maí n.k.
Umsóknir þurfa að tengjast meginmarkmiðum svæðanna og hafa samhljóm við framtíðarsýn verkefna. Verkefnin þurfa fyrst og fremst að vera til þess fallin að efla samfélagið.
Raufarhöfn & framtíðin
- Sérstæður áfangastaður
- Traustir grunnatvinnuvegir
- Blómstrandi menntun
- Öflugir innviðir
Öxarfjörður í sókn - Framandi áfangastaður
- Framsækni í matvælaframleiðslu
- Uppbyggilegt samfélag
- Öflugir innviðir
- Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda en það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og annarra samstarfsaðila og/eða leiðir til samstarfs aðila sem að jafnaði starfa ekki saman.
- Umsóknareyðublað fyrir Raufarhöfn og framtíðin má nálgast hér
- Umsóknareyðublað fyrir Öxarfjörður í sókn má nálgast hér
- Úthlutunarreglur og verklagsreglur
Verkefnisstjórar á svæðinu bjóða uppá viðtalstíma og ráðgjöf vegna umsókna.
Hér má finna Facebook síðu atvinnu- og samfélagsmála á austursvæði Norðurþings
Einar Ingi Einarsson einar@nordurthing.is - sími 464-6117
Nanna Höskuldsdóttir nanna@ssne.is - sími 464-9882