Fara í efni

FSH 20 ára og í takt við tíðarandann?

Hollvinasamtök FSH boðuðu til málþings í tilefni af  20 ára afmæli Framhaldsskólans á Húsavík . Málþingið fór fram í skólanum laugardaginn 21. apríl. Yfirskriftin er: FSH 20 ára og í takt við tíðarandann? Flutt voru 4-5 stutt erindi sem öll snérust á einhvern hátt um FSH og pallborðsumræður voru á eftir. Ýmsir tóku til máls eins og Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings og Soffía Helgadóttir fulltrúi útskrifaðra nemenda skólans. Fundarstjóri var  Guðmundur B. Þorkelsson skólameistariHollvinasamtök FSH boðuðu til málþings í tilefni af  20 ára afmæli Framhaldsskólans á Húsavík . Málþingið fór fram í skólanum laugardaginn 21. apríl. Yfirskriftin er: FSH 20 ára og í takt við tíðarandann?

Flutt voru 4-5 stutt erindi sem öll snérust á einhvern hátt um FSH og pallborðsumræður voru á eftir. Ýmsir tóku til máls eins og Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings og Soffía Helgadóttir fulltrúi útskrifaðra nemenda skólans. Fundarstjóri var  Guðmundur B. Þorkelsson skólameistari

Úrslitakeppnin í stærðfræðikeppni 9. bekkinga fór fram þennan sama dag og þar reyndu með sér tíu nemendur úr fjórum skólum í Þingeyjarsýslum. Fimm efstu urðu:

Ragnar Pálsson úr Borgarhólsskóla

Eygló Karlsdóttir Grunnskóla Skútustaðarhrepps

Aðalbjörn Jóhannsson Öxarfjarðarskóla

Íris Grímsdóttir Borgarhólsskóla

Elva Héðinsdóttir Borgarhólsskóla

Verðlaunaafhendingin fór fram á málþinginu og það var Landsbankinn á Húsavík sem gaf öllum 10 keppendunum í úrslitakeppninni vegleg peningaverðlaun.

Að þinginu loknu var viðstöddum boðið upp á léttar veitingar.