FSH heilsueflandi framhaldsskóli
26.09.2011
Tilkynningar
Framhaldsskólinn á Húsavík tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem hófst með formlegum hætti nú
á dögunum.
Framhaldsskólinn á Húsavík tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem hófst með formlegum hætti nú
á dögunum.
Kristján Þór Magnússon verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð og fyrrverandi nemandi skólans kom þá færandi hendi með fána og skilti þessu til staðfestingar.
Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri dró, ásamt Kristjáni Þór, fánann að húni og að því búnu óskuðu þeir skólanum allra heilla í þessu mikilvæga verkefni. Nemendur og starfsfólk skólans fengu afhenta vatnsbrúsa að gjöf frá Lýðheilsustöð og er þeim ætlað að hvetja þau til að drekka meira vatn.
Dagskránni lauk með tónlistarflutningi nemenda skólans á "litla sviðinu" sem staðsett er í nýrri setustofu nemenda í kjallara skólans.