Fara í efni

Fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis.

Sveitarstjórn Norðurþings átti fund með þingmönnum kjördæmisins í svokallaðri kjördæmaviku. En í þeirri viku fara þingmenn um sitt kjördæmi og ræða m.a.  við sveitarstjórnir um mikilvæg mál heima í héraði. Fundurinn í ár var að flestra mati mjög góður og áttu sér stað hreinskiptar umræður um stöðu mála í Norðurþingi. Mæting var góð, 9 af 10 þingmönnum sáu sér fært að mæta á fundinn.  


Sveitarstjórn Norðurþings átti fund með þingmönnum kjördæmisins í svokallaðri kjördæmaviku. En í þeirri viku fara þingmenn um sitt kjördæmi og ræða m.a.  við sveitarstjórnir um mikilvæg mál heima í héraði. Fundurinn í ár var að flestra mati mjög góður og áttu sér stað hreinskiptar umræður um stöðu mála í Norðurþingi. Mæting var góð, 9 af 10 þingmönnum sáu sér fært að mæta á fundinn.

 

Tvö mál, mikil og stór voru rædd sérstaklega þ.e. fjárlögin fyrir árið 2011 og sá mikli niðurskurður sem þeim fylgir og þá sérstaklega hjá Heilbrigðistofnun Þingeyinga, en eins og íbúum svæðisins er kunnugt, er stofnunin ein af grunnstoðum samfélagsins og atvinnumál - nýting orkunnar á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum heima í héraði.

Þess skal getið að Norðurþing og Tjörneshreppur funduðu sameiginlega með þingmönnum kjördæmisins og var gert góðlátlegt grín að því að loksins væri búið að sameina sveitarfélögin.

Sveitarstjóri, fyrir hönd sveitarstjórnar tók saman gögn sem þingmönnum var afhent.  Kynninguna er hægt að skoða með því að opna meðfylgjandi skjal.

Bestu kveðjur

Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings.