Fundur um fuglaskoðun á Norðausturlandi
Fundur sem halda átti í dag en var frestað, verður haldinn næstkomandi mánudag 6. apríl í Gljúfrastofu og hefst kl. 13:00.
Útflutningsráð og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga standa í sameiningu fyrir fundinum.
Fundurinn er haldinn í tengslum við- og í framhaldi af fundi um fuglaskoðun á Íslandi sem Útflutningsráð stóð fyrir í janúar síðastliðnum.
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur í framhaldi af NORCE strandmenningarverkefninu unnið að hugmynd um Fuglastíg á Norðausturlandi. Sú hugmynd er orðin talsvert mótuð og fékk enn frekari byr í seglin í Stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustu sem Atvinnuþróunarfélagið hefur unnið að síðastliðið ár . Náttúrustofa Norðausturlands og Félag fuglaáhugamanna í Þingeyjarsýslum hafa unnið að þessu verkefni með Atvinnuþróunarfélaginu og veitt faglega ráðgjöf um fuglalíf í Þingeyjarsýslum. Hugmyndin um Fuglastíg á Norðausturlandi gengur út frá því að gera leiðina frá Langanesi upp að Mývatni aðlaðandi fyrir fuglaskoðara. Verkefnið krefst samvinnu ferðaþjónustuaðila, fuglaáhugamanna og sveitarfélaga til að það nái að vaxa og blómstra.
Dagskrá |
Þingeyjarsýsla 6. apríl - Fundarstaður: Gljúfrastofa |
13:00 |
Björn H Reynisson Útflutningsráð - Staða verkefnisins og aðkoma Útflutningsráðs |
13:15 |
Jóhann Óli Hilmarsson - Fuglaskoðun á Norðurlandi - Möguleikar í fuglaskoðunarferðamennsku |
14:00 |
Hrafn Svavarsson - Gavia Travel - Innsýn söluaðila í verkefnið |
14:45 |
Sif Jóhannesdóttir - Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga - Fuglastígur á Norðausturlandi |
15:15 |
Björn H Reynisson Útflutningsráð - Umræður |
16:00 |
Dagskrá lokið |
Við viljum hvetja alla áhugasama aðila um fugla og fuglaskoðun til að mæta á fundinn til að kynna sér stöðu verkefnisins og framtíðarmöguleika fuglaskoðunar á Norðausturlandi.