Fundur um fyrirkomulag á stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs eins og tilgreint er að skuli gert í bráðabirgðaákvæði laganna um garðinn og er það starfshópurinn sem boðar til fundarins.
Starfshópinn skipa: Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri frá umhverfis og auðlindaráðuneyti sem jafnframt er formaður, Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps skv. tilnefningu Sambands íslenskar sveitarfélaga og Daði Már Kristófersson dósent í umhverfis- og auðlindahagfræði við Háskóla Íslands.
Starfshópurinn hyggst vinna greinargerð með tillögum til umhverfis og auðlindaráðherra, sem mun síðan fjalla um þær tillögur og taka afstöðu til, í samráði við þær sveitarstjórnir sem aðild eiga að stjórn þjóðgarðsins.
Spurningar starfshópsins eru:
1. Hvernig finnst þér hafa tekist með stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs?
2. Myndir þú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs? Ef svo er, hverjar ættu þær að vera og af hverju?
3. Aðrar ábendingar til starfshópsins varðandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs