Fara í efni

Fundur um kynningarmál Norðurþings

Norðurþing boðar til fundar um kynningarmál Norðurþings þann 4. maí nk. klukkan 18:00 á Fosshótel Húsavík.

Forsvarsmenn fyrirtækja, stofnanna og félaga eru velkomnir til fundarins.

 

Markmiðið með fundinum er að velta fyrir sér ímynd Norðurþings. Aton ráðgjafafyrirtæki verður með framsögu um verkefnið þar sem farið er yfir tækifæri í kynningarmálum. Í framhaldinu verður fundargestum skipt í umræðu hópa. Eftir þennan fund mun Aton vinna úr þessum hugmyndum til að móta kynningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Með beinu samtali við fólk sem er í forsvari fyrir fyrirtæki, stofnanir og félög á svæðinu er hægt að búa til grunn sem nýtist í upplýsingagjöf.

                

Spurningar til umhugsunar fyrir fundinn:

 

1.       Hvað er Norðurþing?

2.       Hvejir eru styrkleikar svæðisins?

3.       Hverjir eru veikleikar svæðisins?

4.       Af hverju ætti fólk að flytja til Norðurþings?

5.       Hvernig sköpum við meiri samkennd á svæðinu?