Fundur um sorpmál
Til íbúa Norðurþings
Sveitarfélagið Norðurþing hefur ákveðið að taka upp svokölluð klippikort sem notuð verða við losun gjaldskylds úrgangs í sorpmóttökustöð við Víðimóa 3 á Húsavík.
Fjöldi annara sveitarfélaga hafa tekið upp svipað kerfi með góðum árangri og munu klippikortin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi.
Á næstu dögum ætti íbúum á Húsavík og í Reykjahverfi að berast bæklingur með upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar og almennum upplýsingum um flokkun og sorphirðu.
Til þess að ræða þessar breytingar og önnur mál tengd sorphirðu hefur verið ákveðið að boða til fundar um málaflokkinn og mun sveitarstjóri, garðyrkjustjóri (sem er umsjónarmaður sorpmála), framkvæmda- og þjónustufulltrúi auk fulltrúa sveitarstjórnar kynna breytingarnar og sitja fyrir svörum.
Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 4. júlí milli klukkan 17:00 og 18:00.
Hvetjum íbúa til þess að mæta til fundarins.