Fyrirspurn eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga
Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skrifað 23 sveitarfélögum bréf þar sem óskað hefur verið ákveðinna upplýsinga um þróun í fjármálum þeirra og með hvaða hætti sveitarstjórnir hyggðust taka á þeim málum.
Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skrifað 23 sveitarfélögum bréf þar sem óskað hefur verið ákveðinna upplýsinga um þróun í fjármálum þeirra og með hvaða hætti sveitarstjórnir hyggðust taka á þeim málum. Húsasvíkurbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk bréf frá eftirlitsnefndinni, en í því óskar nefndin skýringa á fráviki útgjalda í ársreikningi 2003 frá fjárhagsáætlun ársins og einnig eftir upplýsingum um þróun fjármála á árinu 2004 í samanburði við fjárhagsáætlun. Verið er að vinna svar til nefndarinnar í samvinnu við löggiltan endurskoðanda sveitarfélagsins. Þó það svar liggi ekki endanlega fyrir er ljóst að megin frávik í rekstrarreikningi 2003 skýrist annars vegar af reiknaðri hækkun lífeyrisskuldbindinga og hins vegar af niðurfærslu fasteigna sem yfirteknar voru við uppgjör þrotabúa. Sé hins vegar litið til sjóðstreymis og veltufjár frá rekstri, sem ekki er síðri mælikvarði á afkomu sveitarfélagsins en niðurstaða rektrarreiknings, er ljóst að frávik eru ekki veruleg.