Fyrsta Brunavarnaáætlun landsins tilbúin
Fimmtudaginn 23.október var undirrituð, á Gamla Bauk, fyrsta Brunavarnaáætlun á landinu.
Brunavarnaáætlun þessi er gerð fyrir starfssvæði Slökkviliðs Húsavíkur samkvæmt ákvæði í lögum um
brunavarnir nr.75/2000 sem tóku gildi 1.janúar 2001.
Viðstaddir voru fulltrúar aðildarsveitarfélaganna, slökkvistjórar og Brunamálastjóri Björn Karlsson sem undirritaði áætlunina
fyrir hönd Brunamálastofnunar auk umboðsmanns Sjóvá-Almennra á Húsavík, sem bauð til móttöku af þessu tilefni.
Brunamálastjóri, Björn Karlsson og slökkviliðsstjóri
Jón Ásberg Salómonsson með fyrstu Brunamálaáætlun
landsins
Fimmtudaginn 23.október var undirrituð, á Gamla Bauk, fyrsta Brunavarnaáætlun á landinu.
Brunavarnaáætlun þessi er gerð fyrir starfssvæði Slökkviliðs Húsavíkur samkvæmt ákvæði í lögum um
brunavarnir nr.75/2000 sem tóku gildi 1.janúar 2001.
Viðstaddir voru fulltrúar aðildarsveitarfélaganna, slökkvistjórar og Brunamálastjóri Björn Karlsson sem undirritaði áætlunina
fyrir hönd Brunamálastofnunar auk umboðsmanns Sjóvá-Almennra á Húsavík, sem bauð til móttöku af þessu tilefni.
Í 13 grein laga um brunavarnir segir:
"Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur umsögn Brunamálastofnunar og samþykki
sveitarstjórnar. Brunavarnaáætlun skal endurskoða eigi síðar en að fimm árum liðnum frá því að hún hlaut
samþykki. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum,
menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum þessum og reglugerðum settum
samkvæmt þeim."
Brunavarnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð
á brunavörnum í hverju sveitarfélagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta
þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.