Fyrsta skóflustungan að nýju parhúsi á Kópaskeri – laugardag kl. 13:00.
Fyrsta skóflustungan að nýju parhúsi á Kópaskeri – laugardag kl. 13:00.
Laugardaginn 24. júní kl. 13:00 verður tekin fyrsta skóflustungan að byggingu parhúss, leiguíbúða, við Drafnargötu 4 á Kópaskeri.
Um er að ræða sögulegan viðburð þar sem ekki hefur verið byggt íbúðarhúsnæði í áratugi á Kópaskeri.
Við hvetjum íbúa Norðurþings og landsmenn alla til að fjölmenna á þennan viðburð sem er haldinn í tengslum við Sólstöðuhátíð á Kópaskeri, sjá dagskrá hér: https://www.facebook.com/solstoduhatid2015
Spáð er bongóblíðu á svæðinu, hlökkum til að sjá sem flesta.
Handhafi byggingarleyfis er EMAR byggingarvörur en húsið er byggt fyrir Leigufélagið Bríet sem er óhagnaðardrifið leigufélag.
Markmið Bríetar að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og í samstarfi við sveitarfélögin í landinu.
Langtímamarkmið Bríetar er að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.