Fara í efni

Fyrsta skóflustungan tekin stækkun Silfurstjörnunnar í Öxarfirði.

Verklegar framkvæmdir við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, hófust formlega í gær.
Benedikt Kristjánsson tók fyrstu skóflustunguna og markaði þannig upphafið af uppbyggingunni. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Byggð verða fimm ný ker sem verða helmingi stærri að umfangi en stærstu kerin sem fyrir eru.  Starfsfólk Silfurstjörnunnar segir stækkunina mikið fagnaðarefni, með stækkuninni muni starfsfólki fjölga og þjónustuaðilar fá aukin verkefni og styrkir þannig svæðið allt.
Áætlað er að taka nýju kerin í notkun næsta haust.

Norðurþing óskar Silfurstjörnunni til hamingju með áfangann.