Fara í efni

Fyrsta sprenging jarðgangna um Húsavíkurhöfða

Um kl. 11 í gærmorgun var fyrsta sprenging í jarðgöngum um Húsavíkurhöfða sprengd. Ef vel gengur hyggjast menn svo sprengja 50-60 m af göngum á viku. Horft er til þess að "slá í gegn" um mitt sumar. Meðfylgjandi myndskeið tók Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi af sprengingunni. Hann mælir með því að myndbandið sé sett á HD og „full screen“ þegar horft er á það.  Töluverður titringur er á upptökunni en að sögn Gauks var talsverður hlákuvindur á staðnum þegar sprengt var.

Sjá má myndband af sprengingunni með því að ýta hér: