Gagnlegar upplýsingar vegna sorphirðu á Húsavík, í Reykjahverfi og á Tjörnesi
09.10.2019
Tilkynningar
Sorpflokkun á Húsavík, í Reykjahverfi og Tjörnesi gengur vel, þó einstaka sinnum séu tunnur ekki teknar þar sem ekki er rétt flokkað í tunnurnar og á þær séu settar viðvörunamiðar.
Helstu upplýsingar um hvernig á að flokka í tunnurnar má finna í sorphandbók Norðurþings.
Græna tunnan: Mikilvægt er að gengið sé frá hráefninu samkvæmt þessum leiðbeiningum, annars er hætt við að hráefnið verði óhæft til endurvinnslu og endi í urðun. Hreinsið umbúðir vel og skolið fernur.
Umhirða og staðsetning íláta:
- Gott er að hafa í huga að fjarlægð íláta frá götu sé ekki óþarflega mikil eða valdi sorphirðufólki óþarfa álagi við hirðu. Best er að hafa ílát sem næst götu og í sorptunnuskýlum.
- Gott er að passa að hlutir séu ekki fyrir tunnum og hindri aðgang að þeim, t.a.m. hjól, dekk o.s.frv.
- Yfirfull ílát geta skapað vandræði við losun. Það er hætta á að vargfugl komist í sorpið eða innihald tunnunnar fari að fjúka um. Umfram heimilissorpi má skila á gámasvæði og greiða með klippikortinu.
- Að vetri er ætlast til að íbúar moki frá tunnum og hálkuverji. Gríðarlega erfitt er að draga ílátin í miklum snjó auk þess sem hálka getur verið varasöm.
- Íbúar bera ábyrgð á sínum ílátum. Æskilegt er að hreinsa þau eftir þörfum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist fyrir í ílátinu og skapi t.d. ólykt.
- Gróðurgámar fyrir tré og runna og annan garðaúrgang s.s. gras, torf og þess háttar eru staðsettir við lóðamörk gámasvæðisins og eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Bent er á að ruslapokar úr plasti mega ekki fara í gáminn og óheimilt er að losa þar annað en gróðurúrgang.
Opnunartími sorpmóttöku í Víðimóum:
Virka daga kl. 13:00 - 17:00
Laugardaga kl. 11:00 - 14:00
- Tekið er við öllum úrgangi á gámasvæðinu - Munið eftir klippikortinu -