Fara í efni

Garðsláttur sumarið 2009

Umsóknareyðublöð um garðslátt má nú nálgast á skrifstofu Norðurþings. Til að eiga rétt á þessari þjónustu hafa verið sett ákveðin skilyrði*: - Umsækjandi þarf að vera undir árstekjum sem hér segir:  Einstaklingar þurfa að vera undir 2.315,250  í árstekjur  Hjón eða sambýlisfólk þurfa að vera undir 2.989,980 í árstekjur. - Umsækjandi þarf að búa í heimahúsi. - Hvorki umsækjandi né annað heimilisfólk 18 ára og eldra getur séð um garðslátt, vegna aldurs eða örorku.

Umsóknareyðublöð um garðslátt má nú nálgast á skrifstofu Norðurþings.

Til að eiga rétt á þessari þjónustu hafa verið sett ákveðin skilyrði*:

- Umsækjandi þarf að vera undir árstekjum sem hér segir:

 Einstaklingar þurfa að vera undir 2.315,250  í árstekjur

 Hjón eða sambýlisfólk þurfa að vera undir 2.989,980 í árstekjur.

- Umsækjandi þarf að búa í heimahúsi.

- Hvorki umsækjandi né annað heimilisfólk 18 ára og eldra getur séð um garðslátt, vegna aldurs eða örorku.

Fram kemur á umsókn hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn. 

Athugið að einungis verður hægt að fá slátt allt sumarið, ekki einstakt skipti, eða mánuð.  Gert er ráð fyrir að hver garður sé sleginn u.þ.b. 6 sinnum.  Garðsláttur kostar kr. 18.000 yfir tímabilið.  Í ágúst verða sendir út reikningar fyrir sumarið í heild. 

Umsóknum skal skilað til Félagsþjónustu Norðurþings, b.t. Fanney, eigi síðar en 8. maí næstkomandi.  Athugið að umsóknir verða ekki afgreiddar sem berast að þeim tíma loknum.

Umsóknareyðublað fyrir garðslátt sumarið 2009

 

*Með fyrirvara um samþykki Byggðarráðs