Fara í efni

Gatnaframkvæmdir við Útgarð á Húsavík

Gatnaframkvæmdir vegna endurnýjunar á götu við Útgarð 2 og 4 eru í þann mund að hefjast og er áætlað að verkið hefjist föstudaginn 27. september og taki um það bil þrjár vikur.

Framkvæmdin er umsvifamikil þar sem skipt verður út öllu malbiki og grafið fyrir nýjum lögnum í götunni.

Hluti að framkvæmdinni er gerð nýrrar gangstéttar norðan megin Útgarðs svo að framkvæmdum loknum verður allt aðgengi í götunni mun betra og öruggara.

Á meðan framkvæmdum stendur verður gatan meira og minna lokuð fyrir umferð og eru íbúar og aðrir vegfarendur vinsamlegast beðnir um að sýna því skilning.

Með fyrirfram þökk um tillitssemi
Framkvæmdasvið Norðurþings