Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Norðurþing hefur tekið ákvörðun um að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.
Á árunum 2024-2027 mun sveitarfélagið fá framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra máltíða sem nemur um 75% af því sem foreldrar hefðu greitt fyrir skólamáltíðir. Norðurþing mun standa straum af öðrum kostnaði við máltíðirnar. Áfram verða ávextir og síðdegishressing, þar sem hún er í boði, gjaldfrjáls.
Markmið með gjaldfrjálsum skólamáltíðum er að tryggja öllum grunnskólabörnum aðgengi að góðum og hollum hádegisverði óháð fjárhagslegri stöðu foreldra. Það stuðli að auknum jöfnuði og þannig lögð ríkari áhersla á jafnara samfélag fyrir alla.
Þrátt fyrir að skólamáltíðir séu nú orðnar gjaldfrjálsar þarf áfram að skrá nemendur Borgarhólsskóla í mötuneytisþjónustu.