Fara í efni

Glæpakviss á bókasafninu á Húsavík

Í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags bjóða þau öllum lesendum glæpasagna að taka þátt í svokölluðu glæpakvissi, æsispennandi spurningakeppni sem samin er af hinum alræmda Ævari Erni Jósepssyni, formanni félagsins.
 
Keppnin verður haldin á mörgum almenningsbókasöfnum samtímis, í aðdraganda Bókasafnsdagsins.
Endilega merkið við hér á viðburðinum ef þið ætlið að mæta - miðað er við að það séu 1-2 í liði.
Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið!

Glæpakvissið verður haldið fimmtudaginn 5. september kl. 16:30

Hér má finna Facebook viðburðinn