Gleymdir þú að borga? - breytingar á innheimtufyrirkomulagi Norðurþings
Við viljum kynna breytingar á innheimtufyrirkomulagi Norðurþings sem tekið hefur verið upp í samstarfi við Intrum á Íslandi um innheimtu vanskilakrafna.
Norðurþing hefur að undanförnu unnið að hagræðingu við innheimtur og eru þessar breytingar þáttur í þeim aðgerðum. Með samstarfinu við Intrum er markmiðið að halda kostnaði vegna innheimtuaðgerða í lágmarki, til að tryggja hagkvæmni í rekstri. Því mun framvegis bætast á vanskilaskuldir minni háttar ítrekunargjald í samræmi við upphæð skuldarinnar til að mæta þeim kostnaði sem verður af innheimtunni.
Innheimta fasteignagjalda er og verður þannig að eindagi skuldar er 30 dögum eftir gjalddaga.
Aðrar innheimtur, svo sem húsaleiga, leikskólagjöld, gjöld til hafnarsjóðs og aðrar almennar kröfur, hafa eindaga 20 dögum eftir gjalddaga.
Dráttarvextir reiknast á skuld eftir eindaga og reiknast frá gjalddaga.
Gjaldendur sem draga greiðslu fram yfir eindaga fara í innheimtu hjá Intrum.
Innheimta sem greiðist ekki á eindaga eða fyrr, veldur gjaldendum auknum kostnaði og því mikilvægt að greiðendur forðist slíkt.
Það er von okkar að viðskiptaaðilar Norðurþings sýni þessum breytingum skilning og geti alfarið komist hjá vanskilum.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofum sveitarfélagsins.