Fara í efni

Gljúfrastofa - opið hús

Föstudag og laugardag 20-21. apríl verður opið hús í Gljúfrastofu, gestastofu og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, frá kl. 13-17. Þar gefst fólki kostur á að skoða húsið og sýninguna sem verður í gestastofunni. Gljúfrastofa verður síðan opin almenningi frá 1. maí - 30. september.  

Föstudag og laugardag 20-21. apríl verður opið hús í Gljúfrastofu, gestastofu og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum, frá kl. 13-17. Þar gefst fólki kostur á að skoða húsið og sýninguna sem verður í gestastofunni. Gljúfrastofa verður síðan opin almenningi frá 1. maí - 30. september.

 

Í sýningunni er lögð áhersla á Jökulsá á Fjöllum og þátt hennar í mótun lands og lífs.  Náttúrufarsleg sérstaða Jökulsár, Jökulsárgljúfra og umhverfis þeirra er útskýrð á einfaldan og aðgengilegan hátt með myndum, texta, líkönum og áþreifanlegum hlutum.

Allir velkomnir

Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum