Fara í efni

Góðir gestir í heimsókn.

Á dögunum heimsóttu stjórnendur flugvallarins í Álaborg okkur heim, en eins og kunnugt er þá er Álaborg vinabær okkar. Formaður stjórnarinnar er Henning G. Jensen borgarstjóri þar. Stjórnin var í kynnisferð á Íslandi og að mati stjónarformannsins var ófært annað en að heimsækja “vores venner i Húsavík” eins og hann orðaði það. Hópurinn danski, sem heimsótti Húsavík á dögunum.

Á dögunum heimsóttu stjórnendur flugvallarins í Álaborg okkur heim, en eins og kunnugt er þá er Álaborg vinabær okkar. Formaður stjórnarinnar er Henning G. Jensen borgarstjóri þar. Stjórnin var í kynnisferð á Íslandi og að mati stjónarformannsins var ófært annað en að heimsækja “vores venner i Húsavík” eins og hann orðaði það.

Hópurinn danski, sem heimsótti Húsavík á dögunum.

Á dögunum heimsóttu stjórnendur flugvallarins í Álaborg okkur heim, en eins og kunnugt er þá er Álaborg vinabær okkar. Formaður stjórnarinnar er Henning G. Jensen borgarstjóri þar. Stjórnin var í kynnisferð á Íslandi og að mati stjónarformannsins var ófært annað en að heimsækja “vores venner i Húsavík” eins og hann orðaði það.

Á fyrri degi heimsóknarinnar var farið í skoðunarferð um svæðið og m.a. komið við hjá Goðafossi, ekið um Mývatnssveit og hverirnir austan við Námaskarð skoðaðir. Þá var farið í hvalaskoðun og Hvalamiðstöðin skoðuð og vakti hvort tveggja mikla hrifningu gestanna. Að lokinni skoðunarferð um bæinn var síðan slappað af í ostakarinu á Húsavíkurhöfða og er óhætt að fullyrða að það hafi höfðað til gestanna. Seinni daginn kynntust gestirnir rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og skoðuðu bolfiskvinnslu þess. Þá heimsóttu þeir Norðlenska hf. og fengu kynningu á þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað að undanförnu og skoðuðu hina nýju kjötskurðarlínu fyrirtækisins. Heimsókninni lauk svo með kynningu á starfsemi Orkuveitu Húsavíkur og skoðun á orkustöðinni, en gestirnir héldu svo heim á leið um hádegisbil á föstudaginn.

Flugvöllurinn í Álaborg er í eigu félags sem er í eigu 13 sveitarfélaga á svæðinu, en danska ríkið seldi þessu félagi völlinn 1997 fyrir “null kroner” eins og það var orðað. Rekstur vallarins hefur gengið vel æ síðan og hefur hann verið endurbyggður fyrir á annað hundrað milljónir danskra króna en árlegur rekstrarhagnaður er nú á milli 10 og 12 milljónir danskra króna.

Í hvalaskoðun


Eftir erfiði dagsins.