Gönguskíðaspor við Kópasker
28.02.2023
Tilkynningar
Skíðaganga hefur átt vaxandi vinsældum að fagna undanfarin ár.
Hægt er að búa til gönguspor með tiltölulega einföldum útbúnaði og hefur verið troðið gönguspor við Kópasker þegar aðstæður leyfa undanfarin ár. Kristján Halldórsson hefur séð um að leggja gönguspor í sínum frítíma rétt utan við Kópasker og hafa margir notið góðs af því. Kristján hafði samband við sveitarfélagið og vildi koma sporin betur á framfæri þannig að fleiri gætu notið.
Keyptur var GPS kubbur þannig að sjá má hvenær spor er troðið í rauntíma inná vefsíðunni skisporet.no.
Um er að ræða sömu vefsíðu og miðlar sporinu við Húsavík, Akureyri og á fleiri stöðum á landinu.
Því má með sanni segja að Kópasker sé komið á skíðagöngukortið!