Fara í efni

Götulýsingar við sveitabæi.

Á fundi sínum 22. apríl sl.. staðfesti bæjarstjórn Húsavíkur tillögu Framkvæmdanefndar að: Samþykkt um götulýsingu við heimreiðar að sveitabæjum í Húsavíkurbæ. Hér er um að ræða styrkveitingu til að koma upp götulýsingu á heimreiðum að sveitabæjum. Upphaf málsins er erindi frá Atla Vigfússyni á Laxamýri. Styrkur sem greiddur er til verksins er kr. 50.000 til að koma upp einum ljósastaur niður við veg. Auk þess er greitt ákveðið gjald fyrir rafstreng. Gert er ráð fyrir að bændum í bænum verði kynnt málið í sumar.

Á fundi sínum 22. apríl sl.. staðfesti bæjarstjórn Húsavíkur tillögu Framkvæmdanefndar að: Samþykkt um götulýsingu við heimreiðar að sveitabæjum í Húsavíkurbæ.

Hér er um að ræða styrkveitingu til að koma upp götulýsingu á heimreiðum að sveitabæjum. Upphaf málsins er erindi frá Atla Vigfússyni á Laxamýri. Styrkur sem greiddur er til verksins er kr. 50.000 til að koma upp einum ljósastaur niður við veg. Auk þess er greitt ákveðið gjald fyrir rafstreng.

Gert er ráð fyrir að bændum í bænum verði kynnt málið í sumar.

Á fundi sínum 22. apríl sl.. staðfesti bæjarstjórn Húsavíkur tillögu Framkvæmdanefndar að: Samþykkt um götulýsingu við heimreiðar að sveitabæjum í Húsavíkurbæ.

Hér er um að ræða styrkveitingu til að koma upp götulýsingu á heimreiðum að sveitabæjum. Upphaf málsins er erindi frá Atla Vigfússyni á Laxamýri. Styrkur sem greiddur er til verksins er kr. 50.000 til að koma upp einum ljósastaur niður við veg. Auk þess er greitt ákveðið gjald fyrir rafstreng.

Gert er ráð fyrir að bændum í bænum verði kynnt málið í sumar.

 

  Samþykkt um götulýsingu við heimreiðar að    
 sveitabæjum í Húsavíkurbæ.

1.      gr.
Húsavíkurbær styrkir sveitabæi til að koma sér upp götulýsingu á heimreiðum að íbúðarhúsum. Styrkurinn nemur kr. 50.000 – til að koma upp einum ljósastólpa og streng allt að 100 m. Auk þess er greitt  kr. 10.000 -  fyrir hverja byrjaða 100 metra í streng umfram það sem getið er i 2. mgr.

2.      gr.
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að ljósastólpa skal komið fyrir við afleggjara frá þjóðvegi.  Við það skal miðað að stólpi sé í um 25 m fjarlægð frá miðlínu þjóðvegar.

3.      gr.
Ljósastólpar skulu vera galvaniseraðir stálstólpar, amk. 5 m háir, með ljóskeri af viðurkenndri gerð. Styrkleiki peru eigi minni en 75 W- Natríumpera. Styrkþegi greiðir allan rekstrarkostnað vegna götulýsingarinnar.

4.      gr.
Styrkumsókn vegna næsta árs framkvæmda skal berast fyrir 1. september ár hvert. Greiðsla styrks fer fram eftir að styrkþegi hefur tilkynnt rekstrardeild Húsavíkurbæjar um verklok og úttekt hefur farið fram, sbr. 5. gr..

5.      gr.
Uppsetning og frágangur skal unninn í samráði við rekstrardeild Húsavíkurbæjar sem jafnframt annast úttekt.

7. gr.
Samþykkt þessi gildir fyrir framkvæmdarárin, 2004,2005 og 2006. Upphæð styrks skv. 1. gr. skal hækka um 4 % á ári eftir 2004.

Samþykkt í Framkvæmdanefnd 21. mars 2003

Staðfest af bæjarstjórn 22.apríl  2003