Grunnskólafréttir - stjórnendaskipti
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla hefur ákveðið að láta af störfum að loknu yfirstandandi skólaári. Guðrún hefur alla tíð af mikilli eljusemi og umhyggju fyrir nemendum, menntamálum og sínu samfélagi leitast við að tryggja starfsemi Öxarfjarðarskóla sem bestan farveg. Guðrúnu þökkum við áralangt og óeigingjarnt starf sitt, fyrst sem kennari og frá árinu 2008 sem skólastjóri.
Hrund Ásgeirsdóttur hefur verið ráðin sem skólastjóra bæði Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar tímabundið skólaárið 2021-2022 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hrund mun hefja störf sem skólastjóri beggja skóla 1. ágúst.
Hrund lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005 og Diplómu í stjórnun frá menntavísindasviði HA árið 2018. Hrund hefur starfað sem kennari frá árinu 1998 og var á árunum 2008– 2019 aðstoðarskólastjóri í Öxarfjarðarskóla. Hrund hefur starfað sem skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar frá 2019.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla mun verða í námsleyfi skólaárið 2021 – 2022. Í fjarveru hennar mun Kolbrún Ada Gunnarsdóttir deildarstjóri í Borgarhólsskóla leysa Þórgunni af og gegna stöðu skólastjóra.