Grunnskóli Raufarhafnar
25.08.2006
Tilkynningar
Grunnskóli
Raufarhafnar verður settur mánudaginn 28. ágúst n.k.
Alls verða 45 nemendur í skólanum skólaárið 2006-2007. Samkennsla verður veruleg. Sjö börn eru af erlendu bergi brotin. Fjórir
nemendur eru pólskir, þrjú eru tvítyngd. Eitt á íslenska móður og spænskan föður. Annað á
spænskumælandi föður og íslenska móður og það þriðja á íslenska móður og hollenskan föður. Níu
kennarar verða starfandi við skólann auk húsvarðar og skólaliða.
Þessa daganna er verið að reisa leikvöll við skólann velbúinn vönduðum leiktækjum. Þá stendur til að endurgera
smíðastofu skólans og taka hana í notkun um næstu
áramót.
Héðan úr kyrrðinni og fegurð birtunnar berast góðar kveðjur.
H.G.K.
Grunnskóli
Raufarhafnar verður settur mánudaginn 28. ágúst n.k.
Alls verða 45 nemendur í skólanum skólaárið 2006-2007. Samkennsla verður veruleg. Sjö börn eru af erlendu bergi brotin. Fjórir
nemendur eru pólskir, þrjú eru tvítyngd. Eitt á íslenska móður og spænskan föður. Annað á
spænskumælandi föður og íslenska móður og það þriðja á íslenska móður og hollenskan föður. Níu
kennarar verða starfandi við skólann auk húsvarðar og skólaliða.
Þessa daganna er verið að reisa leikvöll við skólann velbúinn vönduðum leiktækjum. Þá stendur til að endurgera
smíðastofu skólans og taka hana í notkun um næstu
áramót.
Héðan úr kyrrðinni og fegurð birtunnar berast góðar kveðjur.
H.G.K.