Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - Laust starf til umsóknar

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik-og grunnskóli og hefur leikskólinn aðsetur innan skólans. 
Skólinn er í samstarfi við Öxarfjarðarskóla sem er í 62 km. fjarlægð frá Raufarhöfn. Nemendum grunnskólans er ekið einu sinni í viku í Öxarfjarðarskóla þar sem þeir fá kennslu í list- og verkgreinum, íþróttum auk tónlistarkennslu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur.

Staða umsjónarkennara er laus til umsóknar í afleysingar til eins árs í 100% starf.

Smellið á auglýsingu hér til hliðar til að sjá starfslýsingu og menntunar-og hæfniskröfur. 

Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2022.
Umsóknum skal skila í tölvupósti til skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra í síma 465-2246 eða með fyrirspurnum á netfangið hrund@nordurthing.is