Gunnlaugur Aðalbjarnarson ráðinn fjármálastjóri Norðurþings
27.02.2015
Tilkynningar
Gunnlaugur Aðalbjarnarson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Norðurþings. Alls bárust 19 umsóknir um starfið.
Capacent hafði umsjón með úrvinnslu málsins.
Gunnlaugur Aðalbjarnarson uppfyllir vel þær hæfniskröfur sem gerðar voru fyrir starfið. Undanfarin ár hefur Gunnlaugur Aðalbjarnarson starfað hjá Alcoa Fjarðaráli sem sérfræðingur í fjármálateymi fyrirtækisins, sem fjármálastjóri og nú sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Kaupfélags Héraðsbúa í sjö ár.
Gunnlaugur Aðalbjarnarson lauk Cand.Oecon prófi frá Háskóla Íslands árið 1993 og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009.