Hafnavörður/ Hafnsögumaður óskast á hafnir Norðurþings
Hafnir Norðurþings óska eftir að ráða hafnavörð/ hafnsögumann til starfa á höfnum sveitarfélagsins. Um er að ræða fullt starf auk bakvakta.
Starfsheiti: Hafnarvörður/ Hafnsögumaður
Starfsstöð er Húsavíkurhöfn en verkefni geta þó náð yfir allar hafnir Norðurþings.
Starfssvið:
Starfið felur m.a. í sér leiðsögu skipa um hafnsögu hafna skv. 13. gr laga um vaktstöð siglinga nr. 41/2003 og reglugerðar um leiðsögu skipa nr. 320/1998. Hafnarvörður annast alla almenna starfsemi hafnarinnar og þjónustu við viðskipavini hennar. Hann vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun ásamt skráningu og skýrslugerð sem við kemur allri umferð um hafnarsvæði.
Hafnavörður starfar m.a. við öryggiseftirlit á hafnarsvæðum, vinnur að öryggismálum og mengunarvörnum. Hafnarvörður sér um að ákvarða staðsetningu skipa í höfnum, aðstoða við að binda skip við bryggju og afgreiða vatn og rafmagn til skipa. Hann sér um daglegt viðhald hafnamannvirkja og búnaðar í samstarfi við aðra starfsmenn hafna Norðurþings ásamt öðrum verkefnum samkvæmt ákvörðun hafnarstjóra. Framvísa þarf sakavottorði í umsóknarferli vigtarréttinda.
Menntun og reynsla:
- stigs skipstjórnarnám
- Gilt ökuskírteini.
- Löggilding vigtarmanns er kostur.
- Hafnsöguréttindi er kostur.
- Réttindi til hafnaverndar er kostur.
Hæfni og ábyrgð:
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Skipulagshæfileikar, og nákvæmni við skráningu gagna.
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Áhersla er lögð á vandvirkni og nákvæmni í öllum störfum.
Hafnir Norðurþings samanstanda af höfnum á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Mikil aukning hefur verið á skipakomum til Húsavíkurhafnar að undanförnu og í sumar er gert ráð fyrir að 54 skemmtiferðaskip sæki Húsavík heim. Framundan er ýmis uppbygging á aðstöðu hafna Norðurþings, einnig er gert ráð fyrir að höfnin verði komin með dráttarbát til umráða síðar á árinu.
Laun skv. kjarasamningi samningarnefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2024.
Upplýsingar um starfið veitir Kristinn Jóhann Ásgrímsson rekstrarstjóri hafna Norðurþings í síma 464-6176 eða á netfang kristinn@nordurthing.is sem einnig tekur á móti umsóknum.