Fara í efni

Hátíðardagskrá 17. júní 2024

Húsavík:

08:00 Fánar dregnir að húni

09:00 Fjölskylduratleikur

-Fyrsta vísbending birtist á vef Norðurþings ásamt reglum og leiðbeiningum um þátttöku - www.nordurthing.is -

11:00 – 17:00 Safnahús

  • Þjóðbúningadagur í Safnahúsinu.
    Við hvetjum Þingeyinga til að klæðast búningum í tilefni þjóðhátíðardagsins – frítt inn!
  • Sýning - Mörtu Florcztyk - Í skugganum / In the shadow

11:00 Guðsþjónusta í Húsavíkurkirkju

13:00 Mæting á íþróttavöll

- Undirbúningur fyrir skrúðgöngu
-Andlitsmálun (Umsjón 7. flokkur karla Völsungs)
-Grillaðar pylsur í boði Norðurþings (Umsjón 7. flokkur karla Völsungs)

14:00 Skrúðganga frá Íþróttavelli að safnahúsinu

- Tónasmiðjan sér um tónlist

14:30 Hátíðardagskrá fyrir utan Safnahúsið  (ef veður er vont færist dagskrá í Sjóminjasafnið)

- Ávarp Fjallkonu
-Hátíðarræða
-Listamaður Norðurþings útnefndur
-Kirkjukór Húsavíkurkirkju syngur nokkur lög undir stjórn Attila Szebik
-Karamelluregn úr körfubíl slökkviliðsins

15:30 Sunnan við Miðhvamm

  • Hestamannafélagið Grani býður á bak

15:30 Í salnum í Miðhvammi

  • Kaffi, kakó og kleinur í boði Norðurþings (Umsjón 6. flokkur kvenna Völsungs)

Í ljósi umhverfissjónarmiða verður ekki varningur til sölu envið hvetjum ykkur til að koma með veifur og fána að heiman.


Raufarhöfn:

09:00 Fjölskylduratleikur
Fyrsta vísbending birtist á vef Norðurþings ásamt reglum og leiðbeiningum um þátttöku

14:00 Pylsugrill í boði Norðurþings (Umsjón Ungmennagfélag Austri)
Blöðrusala, Andlitsmálning, Leikir/samvera, Grill


Kópasker:

09:00 Fjölskylduratleikur
Fyrsta vísbending birtist á vef Norðurþings ásamt reglum og leiðbeiningum um þátttöku

11:30 – 13:30 Íþróttafélagið Þingeyingur sér um afþreyingu og skemmtun fyrir börn og ungmenni. Grillaðar pylsur í boði Norðurþings.

13:00 – 17:00 Opið hús á Snartarstöðum í tilefni þjóðhátíðardagsins.

Byggðasafnið á Snartarstöðum er opið á þjóðhátíðardaginn frá 13 til 17, enginn aðgangseyrir. Kaffi og kleinur í boði.

Kolbrún Valbergsdóttir rithöfundur mun lesa upp úr völdum frásögnum úr héraði kl. 15 og 16.

Eru Þingeyingar hvattir til að mæta í þjóðbúningum í tilefni dagsins.