Fara í efni

Haustfundur Skólaþjónustu Norðurþings

Þann 27.nóvember síðastliðinn boðaði Skólaþjónusta Norðurþings alla skólastjórnendur grunn- og leikskóla á þjónustusvæðinu til haustfundar.

Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Grunnskólanum á Raufarhöfn.  Í upphafi fundar fór Sigurður kennsluráðgjafi yfir helstu námskeið sem haldin hafa verið á vegum skólaþjónustunnar það sem af er ári. Því næst fóru Ingibjörg sálfræðingur og Árný Þóra námsráðgjafi yfir breytingar á heimasíðu sem og ný tilvísunarform.  Frida skólastjóri á Raufarhöfn sýndi okkur skólann og þá frábæru aðstöðu sem er á Raufarhöfn, inni jafnt sem úti.

Eftir hádegið kom Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla á Akureyri og flutti erindi um námsmat og lykilþætti. Það var áhugavert að heyra hvernig Giljaskóli nálgast viðfangsefnin og eflaust margt sem stjórnendur geta nýtt sér í þeirri vinnu sem framundan er.