Fara í efni

Heilsuvatnið af Höfðanum ómengað í heitan pott við Sundlaug Húsavíkur.

  Umhverfisráðherra hefur nú heimilað að heilsuvatnið af Húsavíkurhöfða verði sett óklórað í heitan pott við Sundlaug Húsavíkur og geta því Húsvíkingar og gestir þeirra notið lækningarmáttar vatnsins að fullu án óæskilegra áhrifa klórunar.

 

Umhverfisráðherra hefur nú heimilað að heilsuvatnið af Húsavíkurhöfða verði sett óklórað í heitan pott við Sundlaug Húsavíkur og geta því Húsvíkingar og gestir þeirra notið lækningarmáttar vatnsins að fullu án óæskilegra áhrifa klórunar.

Stefnt er að því að vatnið af höfðanum verði tengt í heitan pott við laugina á næstu vikum. Nákvæmt eftirlit verður með hreinleika og heilbrigði vatnsins og vatnsskipti í potti aukin til að koma í veg fyrir óæskilegan gerlagróður. Þessi heimild til að nota vatnið í pott án klórunar er mikilvægur áfangi í því að efla ímynd Húsavíkur sem heilsubæjar og gefur sundlauginni sérstöðu sem heilsulaug.