Heimskautsgerðið á Raufarhöfn
Á jafndægrum, 23. september nk. mun grjóthleðsla hefjast við Heimskautsgerðið.
Af því tilefni verður athöfn í Félagsheimilinu Hnitbjörgum sem hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Erlingur Thoroddsen, setur dagskrá og kynnir verkstöðu.
2. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings ávarpar gesti.
3. Óli Halldórsson, Þekkingarsetri Þingeyinga, ræðir skýrslu Þekkingaseturs Þingeyinga um Heimskautsgerðið.
4. Gunnar Jóhannsson, atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, segir frá hugmyndum um alþjóðlegt samstarf heimskautaþjóða við
Heimskautsgerðið.
5. Birkir Jónsson, alþingismaður, ávarp.
6. Haukur Halldórsson, Úr holdi Mímis, erindi um dverga í Snorra Eddu.
Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. Auk þess, sem sýndir verða munir og myndir tengdar Heimskautsgerðinu.
Að lokinni athöfn í Félagsheimili verður haldið á Melrakkaás, þar sem fyrsti hleðslusteinninn verður færður inn í
Heimskautsgerðið.
Öllum velunnurum verkefnisins er boðið.