Fara í efni

Heimsókn frá grænlenska vinabænum Qeqertarsuaq

Fulltrúar frá vinabæ okkar í Grænlandi, Lars Karl Jensen, bæjarstjóri og Ove Berthelsen, bæjarritari (kommunaldirektör) voru hér í heimsókn á dögunum ásamt Benedikte Thorsteinsson, formanni KALAK sem er vinafélag Grænlands og Íslands.

Fulltrúar frá vinabæ okkar í Grænlandi, Lars Karl Jensen, bæjarstjóri og Ove Berthelsen, bæjarritari (kommunaldirektör) voru hér í heimsókn á dögunum ásamt Benedikte Thorsteinsson, formanni KALAK sem er vinafélag Grænlands og Íslands.

Fulltrúar frá vinabæ okkar í Grænlandi, Lars Karl Jensen, bæjarstjóri og Ove Berthelsen, bæjarritari (kommunaldirektör) voru hér í heimsókn á dögunum ásamt Benedikte Thorsteinsson, formanni KALAK sem er vinafélag Grænlands og Íslands.

Tilgangur heimsóknarinnar var að treysta vináttáttutengslin og í því sambandi að skoða sérstaklega möguleika á samstarfi um nýtingarmöguleika þeirra náttúruauðlinda sem er að finna í sveitarfélaginu Qeqertarsupp sem nær yfir Diskóeyju við vesturströnd Grænlands. Í því sambandi er sérstaklega verið að horfa til nýtingar jarðhita sem þar er að finna en hefur ekki verið rannsakaður að neinu marki. Þá er áhugi á að skoða gæði steinefna til steypuframleiðslu, hugsanlegt samstarf um sölu sjávarafurða og fl. Bæjaryfirvöld munu á næstunni skoða með hvaða hætti þau geta aðstoðað vini okkar í Grænlandi í þessum mikilvægu og áhugaverðu verkefnum.

Meðan að dvölinni stóð skoðuðu gestirnir Húsavík og nágrenni, söfnin okkar, aðstöðu Orkuveitu Húsavíkur, Laxárvirkjun og tóku Mývatnshringinn með viðkomu við Goðafoss á heimleiðinni.