Fara í efni

Heimsókn frá Noregi

Starfsmenn frá Gardskole í Haugasundi koma í heimsókn í Borgarhólsskóla 6. september. Tekist hafa góð kynni milli þessara tveggja skóla. Gardskole er barnaskóli og eru um 50 manns í hópnum, kennarar, skólastjórnendur,  skólaliðar og foreldrar.    

Gestir frá NoregiStarfsmenn frá Gardskole í Haugasundi koma í heimsókn í Borgarhólsskóla 6. september. Tekist hafa góð kynni milli þessara tveggja skóla. Gardskole er barnaskóli og eru um 50 manns í hópnum, kennarar, skólastjórnendur,  skólaliðar og foreldrar.

 

 

Hópurinn kom til Íslands sunnudaginn 3. september og kom til Húsavíkur að kvöldi þriðjudagsins 5. september og dvelur á Fosshótel Húsavík fram á föstudag.  Norðmennirnir verða í Borgarhólsskóla allan miðvikudaginn 6. september með starfsmönnun skólans og verða þátttakendur í skólastarfinu. Að loknum skóladegi verður gagnkvæm kynning á skólunum og samvera starfsfólks um kvöldið.
      Á fimmtudaginn 7. september verður svo farið til Akureyrar á fyrirlestur í háskólanum og komið við í Mývatnssveit á heimleiðinni. Gestirnir verða kvaddir í á Sölku á fimmtudagskvöldið og leggja af stað heim snemma á föstudagsmorgun.