Heimsóknarvinir Rauða krossins
Félagsleg einangrun getur orðið vítahringur sem erfitt er að rjúfa.
Árlega heimsækja sjálboðaliðar Rauða krossins hundruð einstaklinga sem eru félagslega einangraðir. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja.
Gestgjafi og heimsóknarvinur gera samkomulag um hversu tíðar heimsóknir eru. Venjulegast er miðað við eina klukkustund í senn, einu sinni í viku.
Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Hvað gert er saman fer allt eftir óskum gestgjafa. Margir kjósa að lesa saman, hlusta á tónlist eða útvarp, spila, tefla, föndra eða tala saman. Einnig fara margir í göngu- eða ökuferðir eða fara saman á kaffihús eða í bíó svo eitthvað sé nefnt.
Rauði krossinn býður einnig upp á þjónustu þar sem hægt er að fá hund með í heimsókn því það hefur sýnt sig að í sumum tilfellum geta dýr best rofið einangrun fólks.
Viltu fá heimsókn ?
Öll höfum við þörf fyrir félagsskap. Sjálfboðaliðarnir eru á öllum aldri 18 ára og eldri og heimsækja jafnt unga sem aldna á dvalarheimilum, sjúkrastofnunum eða einkaheimilum.
Ef þú vilt fá heimsóknarvin Rauða krossins til þín geturðu haft samband við Rauða kross deildina á þínu svæði, það er Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu, sjálfboðaliðar og starfsfólk taka vel á móti þér.
Hópstjórar í heimsóknarvinaþjónustu eru: Þórhildur Sigurðardóttir sími: 898-2157 og Alma Lilja Ævarsdóttir sími: 898-8328.
Vilt þú gerast heimsóknarvinur ?
Ef þú hefur áhuga á að gerast heimsóknarvinur geturðu haft samband við deildina á þínu svæði, Þórhildur Sigurðardóttir sími: 898-2157 eða landsskrifstofu Rauða krossins í síma 570-4000.