Helgarstarf á tjaldsvæðinu á Húsavík laust til umsóknar - framlengdur umsóknarfrestur til 10.júní
30.04.2020
Tilkynningar
Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir eftir starfsmanni í helgarstarf á tjaldsvæðið á Húsavík. Um er að ræða aðra hverja helgi.
Gera má ráð fyrir að starfsmaður þurfi að geta leyst rekstrarstjóra tjaldsvæðis af í 1-2 vikur í sumar ef á þarf að halda. Starfið getur hentað með annarri vinnu þar sem vinnutími er sveigjanlegur.
Viðkomandi starfsmaður þarf að vera orðinn 18 ára gamall, vera samviskusamur og geta unnið sjálfstætt.
Kostur ef viðkomandi talar erlend tungumál og er opinn og lausnamiðaður þegar kemur að aðstoð við ferðamenn á svæðinu.
Starfið felst í innheimtu gistináttagjalda ásamt aðstöðuþrifum og almennri umhirðu á tjaldsvæðinu.
Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. (ATH umsóknarfrestur var til 10.maí en hefur nú verið lengdur til 10. júní) og skal umsóknum skilað með rafrænu eyðublaði - https://www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-starf
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá hjá Þóru Katrínu Þórsdóttur, rekstrarstjóra tjaldsvæðis með því að senda tölvupóst á netfangið thorakatrin@gmail.com"