Fara í efni

Hestamannamót Feykis og Grana í Eyjadal

Hestamannamót Feykis og Grana verður haldið laugardaginn 27. júní næstkomandi á félagssvæði Feykis í Eyjadal. Keppnin hefst kl. 10:00 og er fyrirhuguð dagskrá eftirfarandi: B-flokkur, A-flokkur, Unglingaflokkur, Barnaflokkur, Tölt - forkeppni, Öldungaflokkur, Þrautabraut 1. hluti, Úrslit riðin (að tölti undanskildu), Skeið, Kappreiðar, Þrautabraut 2. hluti.

Hestamannamót Feykis og Grana verður haldið laugardaginn 27. júní næstkomandi á félagssvæði Feykis í Eyjadal.

Keppnin hefst kl. 10:00 og er fyrirhuguð dagskrá eftirfarandi:

B-flokkur, A-flokkur, Unglingaflokkur, Barnaflokkur, Tölt - forkeppni, Öldungaflokkur, Þrautabraut 1. hluti, Úrslit riðin (að tölti undanskildu), Skeið, Kappreiðar, Þrautabraut 2. hluti.

Klukkan 20:00 verða riðin úrslit í tölti og að þeim loknum verður kvöldvaka á mótssvæðinu.

Við vekjum athygli á að á svæðinu verður veitingatjald og hoppkastali. Umferð á bílum inn á grasbrautina á keppnissvæðinu verður ekki leyfð að þessu sinni. Enda svo ólíkt huggulegra að sitja saman í brekkunni.

Aðgangseyrir að mótssvæðinu verður, kr. 500 fyrir börn frá 6 til 16 ára og 1.500 fyrir 17 ára og eldri.

Skráning þátttöku skal berast fyrir fimmtudag. Við skráningu taka Salbjörg Matthíasdóttir í s. 846 4951 eða e-mail: sabba_biaz@hotmail.com, og Baldur Stefánsson í s. 693 0627. Skráning í skeið og stökk á staðnum.

Með von um góða þátttöku og ánægjulegan dag

Hestamannafélögin Feykir og Grani