Fara í efni

Hjólað í vinnuna 2015.

Landsátakið Hjólað í vinnuna hefst 6. maí næstkomandi.  Hvetjum öll fyrirtæki í Norðurþingi stór sem smá að taka þátt þetta árið.

Hjólað í vinnuna snýst ekki bara um hjólreiðar heldur það að ferðast í vinnuna með virkum ferðamáta, ganga, hlaupa, hjóla og svo framvegis. Átakið stendur yfir í 3 vikur og er keppt í flokkum eftir stærð vinnustaða þannig að allir taka þátt á jafningja grundvelli. Norðurþing mun veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem standa sig best í keppninni þetta árið.

Drífum okkur af stað og tökum þátt í skemmtilegri og heilsusamlegri keppni.

 

Erna Björnsdóttir

 verkefnisstjóri Heilsuársins 2015 í Norðurþingi.