Fara í efni

Hjólað í vinnuna hefst 3.maí

Átak ÍSÍ ,,hjólað í vinnuna" stendur yfir dagana 3-23 maí. Allir eru hvattir til að vera með í leiknum enda gott veður í kortunum næstu daga.
Vinnustaðir eru sérstaklega hvattir til að taka sig saman og stofna lið til að virkja keppnisskapið í okkur.

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum og í liðakeppni um flesta kílómetra. Aðalatriðið er að fá sem flesta með sem oftast, með því að hjóla, ganga, taka strætó, nota línuskauta, eða annan virkan ferðamáta.

Að skrá sig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólað í vinnunawww.hjoladivinnuna.is
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn)
5. Skráningu lokið
Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inná vef Hjólað í vinnuna en ef upp koma vandamál við skráningu er hægt að hafa samband við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000 eða senda tölvupóst á netfangið hjoladivinnuna@isi.is.