Hjólasöfnun Barnaheilla
Félagsþjónusta Norðurþings vekur athygli á því að árleg Hjólasöfnun Barnaheilla er hafin í tólfta sinn frá og með 1. mars síðastliðnum.
Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna - barnahreyfingu IOGT, Sorpu og ýmsa aðra velunnara. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Þannig fá þau tækifæri til að eflast félagslega auk þess sem lýðheilsuleg sjónarmið eru að baki sem efla bæði líkamlegt og andlegt heilsufar. Börnin geta þannig með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi annarra barna.
Foreldrar/forráðamenn barna geta haft samband við félagsþjónustu Norðurþings og sótt um hjól fyrir börn sín í tengslum við Hjólasöfnun Barnaheilla. Barnaheill mun í framhaldi hafa samband við viðkomandi og úthluta barni hjóli.
Nánari upplýsingar um hjólasöfnun barnaheilla er að finna hér
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2023.
Hildur Eva Guðmundsdóttir
félagsráðgjafi félagsþjónustu Norðurþings