Hluthafafundur í "stóra rækjufélaginu"
Í dag var haldinn hluthafafundur í nýja rækjufélaginu sem stofnað var á grunni samkomulags Vísis hf. og Húsavíkurbæjar
þar sem bærinn seldi hlut sinn í FH og lagði hluta söluverðsins í hið nýja félag.
Á fundinum var ákveðið nýtt nafn á félagið – Íshaf hf. – og jafnframt ákveðið að heimila stjórn þess
að auka hlutafé félagsins í allt að 1.500 millj. Hluthafafundurinn kaus félaginu nýja stjórn og er hún þannig skipuð; Pétur
Pálsson, Jakob Bjarnason, Þráinn Gunnarsson, Elfar Aðalsteinsson og Benedikt Jóhannsson. Í varastjórn eiga sæti þeir Andrés
Óskarsson og Haukur Björnsson. Gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdastjóra Íshafs hf. og í starfið ráðinn
Bergsteinn Gunnarsson, vél- og rekstrartæknifræðingur.
Í dag var haldinn hluthafafundur í nýja rækjufélaginu sem stofnað var á grunni samkomulags Vísis hf. og Húsavíkurbæjar þar sem bærinn seldi hlut sinn í FH og lagði hluta söluverðsins í hið nýja félag. Nú nýverið gekk Eskja hf. til liðs við félagið með því að leggja fram eignir sínar í rækjuverksmiðju og veiðiheimildum í rækju inn í félagið. Efnahagur hins nýja félags er sterkur, eigið fé um 1.240 millj. eða um 70% en heildareignir félagsins eru um 1.770 millj. Veiðiheimildir félagsins eru tæp18% af úthafsrækjukvótanum við landið ásamt þriðjungs hlut í innfjarðarækju á Skjálfanda og rúmlega 4% af rækjukvóta á Flæmingjagrunni.
Á fundinum kom fram að eigendur félagins eru bjartsýnir á möguleika þess til að ná árangri í veiðum, vinnslu og sölu á rækju, þrátt fyrir almennt erfiða stöðu í greininni um þessar mundir. Kemur þar til sterk fjárhagsstaða félagsins, góð verksmiðja hér á Húsavík með hæfu starfsliði og ákjósanleg staðsetning gagnvart rækjuveiðum.
Á fundinum var ákveðið nýtt nafn á félagið – Íshaf hf. – og jafnframt ákveðið að heimila stjórn þess að auka hlutafé félagsins í allt að 1.500 millj. Hluthafafundurinn kaus félaginu nýja stjórn og er hún þannig skipuð; Pétur Pálsson, Jakob Bjarnason, Þráinn Gunnarsson, Elfar Aðalsteinsson og Benedikt Jóhannsson. Í varastjórn eiga sæti þeir Andrés Óskarsson og Haukur Björnsson. Gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdastjóra Íshafs hf. og í starfið ráðinn Bergsteinn Gunnarsson, vél- og rekstrartæknifræðingur.