Fara í efni

Hreinsun á svæðum við Tröllakot, hafnarsvæði og á Höfða

Framkvæmda- og hafnanefnda fól framkvæmda- og þjónustufulltrúa á 62. fundi nefndarinnar, að auglýsa hreinsun á þremur svæðum á Húsavík.Sjá bókanir hér fyrir neðan,  

7.  

Heinsun lóða á Höfða vegna jarðgangagerðar. - 201509052

 

Útrunnin er samningur við Norðurvík um lóðir að Höfða 6-8 (aðrir samningar eru þó enn í gildi.)

Mikilvægt er að ganga frá og hreinsa til á lóðunum fyrir komu verktaka sem nota munu svæðið undir vinnubúðir.

 

Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa hreinsun á umræddu svæði. Frestur til hreinsunar miðast við 15. október. Eftir þann tíma verður hlutum fargað á kostnað eigenda.

 

   

8.  

Geymslugámar- tifærsla gáma af hafnarsvæði á geymslusvæði Haukamýri - 201509051

 

Aðilar sem sjá munu um dýpkun í Húsavíkurhöfn þurfa athafnarsvæði á hafnarsvæðinu. Gámasvæðið austan lóðar Eimskips er fyrirhugað svæði undir þá starfsemi. Af þeim sökum þarf að færa geymslugáma sem staðið hafa þar suður á geymslusvæði Haukamýri. Áfram geta aðilar leigt svæði undir sína gáma á sama kostnaðarverði en á nýjum stað í Haukamýri.

 

Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa hreinsun á umræddu svæði. Frestur til hreinsunar miðast við 15. október. Eftir þann tíma verður hlutum fargað á kostnað eigenda.

 

   

9.  

Tröllakot- tiltekt og hreinsun á svæði við Húsavíkurrétt. - 201509050

 

Töluvert magn af rusli er dreift um grifjur við Tröllakot. Meðal annars netadræsur og annað tengt hafnsækinni starfsemi. Auglýsa þarf fyrirhugaða förgun efnis af svæðinu og óska eftir því að eigendur fjarlægi sínar eignir áður en það gerist.

 

Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa hreinsun á umræddu svæði. Frestur til hreinsunar miðast við 15. október. Eftir þann tíma verður hlutum fargað á kostnað eigenda.