Fara í efni

Hreinsunardagur 2005

Aðfararnótt síðastliðins laugardags snjóaði hér á Húsavík. Um morguninn var því hvítt teppi yfir bæjarlandinu eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Þóttu aðstæður óásættanlegar til ruslatínslu, en einmitt þennan dag hafði verið gert ráð fyrir allsherjar hreinsunardegi á Húsavík.

Aðfararnótt síðastliðins laugardags snjóaði hér á Húsavík. Um morguninn var því hvítt teppi yfir bæjarlandinu eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Þóttu aðstæður óásættanlegar til ruslatínslu, en einmitt þennan dag hafði verið gert ráð fyrir allsherjar hreinsunardegi á Húsavík.

Aðfararnótt síðastliðins laugardags snjóaði hér á Húsavík. Um morguninn var því hvítt teppi yfir bæjarlandinu eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Þóttu aðstæður óásættanlegar til ruslatínslu, en einmitt þennan dag hafði verið gert ráð fyrir allsherjar hreinsunardegi á Húsavík. Búið var að semja við hin ýmsu félagasamtök að stýra hreinsunarvinnu hvert á sínu svæði og var svæðisskipan kynnt í Skránni 19. maí. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að fresta hreinsunardeginum og er nú stefnt að ruslatínslu í bæjarlandinu laugardaginn 28. maí n.k. Skipulag hreinsunarinnar verður það sama og gert var ráð fyrir um síðustu helgi. Vonandi verða þá aðstæður betri.