Hreinsunardagurinn föstudaginn 19. maí
Hjálpumst að við að taka til í okkar nærumhverfi, á opnum svæðum, götum og í görðunum okkar.
Við hefjumst handa kl.17:00 og ljúkum góðu dagsverki upp við sundlaug kl 19:30. Þar verður tekið á móti okkur með grillveislu og gleði Í boði Foreldrafélags Borgarhólsskóla
Frítt í sund fram að lokun kl 21:00.
Starfsmenn áhaldahússins afhenda poka í áhaldahúsinu frá kl. 16:00. Í framhaldinu munu þeir, næstu viku á eftir, hirða poka frá lóðamörkum eins og undanfarin ár. Fyrirtæki og félagasamtök eru sérstaklega hvött til að kveikja neistann í starfsmönnum og félögum og taka þátt í þessu skemmtilega samfélagslega verkefni.
Í ár verða þrír gámar, í boði Gámafélags Íslands. Íbúar eru sérstaklega hvattir til að nota þá ef mögulegt er.
Þú, kæri samborgari sérð um að mæta með góða skapið og gleðina.
Höldum bænum hreinum í allt sumar.