Fara í efni

Hreyfiverkefni fyrir aldraða

Þar sem Norðurþing er heilsueflandi samfélag fór af stað hreyfiverkefni fyrir aldraða sem njóta félagslegrar heimaþjónustu.
Björg Björnsdóttir sjúkraþjálfari sinnir þessu verkefni í samstarfi við Félagsþjónustu Norðurþings.
 
Markmið verkefnis er að efla og styrkja aldraða sem búa á sínum heimilum til að geta verið sem lengst og best á sínum heimilum með þeirri þjónustu sem þeim stendur til boða og teljum við þetta verkefni vera mikilvægt svo að þannig megi verða.
 
Fyrsti hreyfitíminn var 21 janúar og hefur verið vikulega síðan. Þátttaka hefur verið mjög góð og um og yfir 25 manns hafa mætt í tímana.
Þær konur sem starfa við félagslega heimaþjónustu hafa fengið leiðbeiningu hjá Björgu til að aðstoða þjónustuþega við hreyfingu heimafyrir þegar þjónusta er veitt á heimilin. Þær eru einnig Björgu til aðstoðar í tímunum.
Þess má einnig geta að Norðurþing leggur öllum til teyjur sem mikið eru notaðar við æfingar bæði í tímunum og einnig við æfingar heima fyrir.
 
Gjald fyrir hreyfitímana er innifalið í því gjaldi sem greitt er fyrir félagslega heimaþjónustu samkv. gildandi gjaldskrá. Þátttakendum stendur til boða akstur með ferlibílnum í og úr tímum og greiða þeir vægt glald fyrir hverja ferð. Klippikort fyrir akstrinum eru seld í Stjórnsýsluhúsi og kostar 10 miða kort 4,050 krónur.
 
Það er okkar niðurstaða að þetta verkefni er komið til að vera og sjáum við það á afar góðri mætingu í tímana og munum við leggja okkur fram um að þróa verkefnið enn frekar og sinna enn betur.
Þakkir til allra sem komið hafa að þessu verkefni með okkur og höldum svona áfram og gerum gott betra.
 

                                                                                            Fanney Hreinsdóttir

                                                                                            Félagsþjónustu Norðurþings