Fara í efni

Hreyfivika UMFÍ 28 maí - 3 júní

Hreyfivika UMFÍ er hafinn og Norðurþing tekur þátt í þriðja skiptið!
Markmið verkefnisins er að fá þátttakendur finni uppáhaldshreyfinguna sína og stundi hana reglulega a.m.k 30 mínútur á dag og hafi gaman af því að hreyfa sig með öðrum.

Verkefnið er hluti af stærra lýðheilsuverkefni sem kallast ,,Now We Move".
Hugmynd verkefnisins er að einstaklingar og hópar deili með öðrum hvernig hægt er að hreyfa sig og stunda líkamsrækt.
Á meðal viðburða í ár má nefna :
- Zumba á Húsavík og Raufarhöfn
- Sjósund í Saltvík
- Vinaæfing í Crossfit
- Kvennahlaup ÍSÍ
- Fótbolta jóga
- og fleira og fleira og fleira....... 


Allir sem vilja eru því boðberar hreyfingar og keyra þannig verkefnið áfram. Dagskráin í ár er eingöngu rafræn þannig að geta skráð sig inná hreyfivika.is og gerst boðberar hreyfingar.
Einnig verða viðburðir auglýstir á facebook síðu Norðurþings.


Hægt er að sjá þá viðburði sem eru í boði inná síðu UMFÍ http://iceland.moveweek.eu/events/ 

Vakin er athygli á því að sumir viðburðir eru í boði alla vikuna eins og Hreyfibingó (sjá bingóspjald með frétt).

Einnig mun Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík bjóða uppá ókeipis heilsufarsmælingar frá mánudegi til föstudags á milli 9-16.