Fara í efni

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Þann 3. október n.k. verður hinn árlegi Hrútadagur haldinn á Raufarhöfn. Þar verða lambhrútar til sölu, frá Öxarfjarðar- Sléttu- og Þistilfjarðar-varnarhólfum.  Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu mun setja samkomuna.  

Þann 3. október n.k. verður hinn árlegi Hrútadagur haldinn á Raufarhöfn.

Þar verða lambhrútar til sölu, frá Öxarfjarðar- Sléttu- og Þistilfjarðar-varnarhólfum.  Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu mun setja samkomuna.

 

Bestu hrútarnir verða boðnir upp af reyndum uppboðshaldara.  Íslandsmeistarakeppnin í kjötsúpugerð verður einnig á sínum stað.  Söngskemmtun verður í félagsheimilinu Hnitbjörgum um kvöldið þar sem Álftagerðisbræður koma fram ásamt áður óþekktum norður-þingeyskum "kaffibrúsakörlum" sem flytja heimatilbúin gamanmál.

Hrútabandið spilar fyrir dansi, leikur á ýmis hljóðfæri og raular fram á nótt.

Tilboð eru á gistingu á Hótel Norðurljósum þessa helgi.

Hrútadagsnefndin

Menningarráð Eyþings , Rarik og Fjallalamb styrkir þessa samkomu