Fara í efni

Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður þann 29.september 2012.

Þar verða til sölu hrútar frá mörgum þeim bæjum sem hafa söluleyfi úr Norðausturhólfi.  

Dagskrá:

Söluaðilar mæta með hrútana sína frá kl. 13.00 og þá geta hugsanlegir kaupendur farið að skoða.

Uppboð verður kl.15.00 á þeim hrútum sem fleiri en einn hyggst kaupa og í beinu framhaldi verður uppboð á 2 – 4 athyglisverðustu hrútunum.

Níels Árni Lund frá Miðtúni á Sléttu mun sjá um uppboðið.

Andrea Stefánsdóttir leiðsögumaður á Raufarhöfn verður í Heimskautsgerðinu frá kl. 14.00 til 15.00 og mun segja frá sögu þess.

Kl. 16.00 hefst sögurölt um Raufarhöfn, þar sem Reynir Þorsteinsson fyrrum sveitarstjóri, gengur um elsta hluta Raufarhafnar og segir frá.

Um kl 16.30 verður afhjúpað listaverk sem reist verður við Óskarstöðina, til heiðurs síldarstúlkunum sem söltuðu niður síldar á síldarárunum.

Menningarráð Eyþings styrkir þennan dagskrárlið.

Eftir kl. 18.00 er hlaðborð á Hótel Norðurljósum.

Kl. 21.00 Verður Hagyrðingakvöld í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Þar verða hagyrðingarnir Jóhannes Sigfússon, Jónas Friðrik Guðnason, Ágúst Marinó Ágústsson, Friðrik Steingrímsson ásamt Birgir Sveinbjörnssyni sem mun stýra þeim félögum. Aldurstakmark er ekkert.

Verðlaunaafhending verður fyrir afurðahæstu ána fædda 2006 í Norður-Þingeyjarsýslu.

Í beinu framhaldi eftir hagyrðingana verður dansleikur þar sem Dansbandið frá Akureyri leikur fyrir dansi fram á nótt. Aldurstakmark er 16 ára.

Tilboð er á gistingu þessa helgi á Hótel Norðurljósum.

Hrútadagsnefndin