Fara í efni

Hugum að trjágróðri

Tilkynning til lóðareigenda.

Umhirða gróðurs á lóðamörkum og við götur er mikilvægur þáttur umhverfisöryggis.

Gróður getur takmarkað útsýni vegfarenda. Á hverju ári verða umferðaóhöpp sem hugsanlega væri hægt að afstýra með góðu skipulagi og umhirðu gróðurs. 

Umferð um götur bæjarins þarf að vera greið öllum stundum. Akandi, gangadi og hjólandi vegfarendur þurfa að geta komist leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. 

7.7.2 gr. Byggingarreglugerðar segir: 
Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldarar eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.

Við hvetjum alla lóðareigendur að kynna sér málið og smella á upplýsingaskjöl hér fyrir neðan.