Fara í efni

Húsavíkurbæ veitt viðurkenning á degi fatlaðra

Á degi fatlaðra, 3. desember sl. var Húsavíkurbæ veitt viðurkenning fyrir að hafa komið að uppbyggingu atvinnumála fatlaðra og öryrkja. 

Á degi fatlaðra, 3. desember sl. var Húsavíkurbæ veitt viðurkenning fyrir að hafa komið að uppbyggingu atvinnumála fatlaðra og öryrkja. 

Á degi fatlaðra, 3. desember sl. var Húsavíkurbæ veitt viðurkenning fyrir að hafa komið að uppbyggingu atvinnumála fatlaðra og öryrkja. 

Um árabil hefur Húsavíkurbær komið að atvinnumálum fatlaðra og öryrkja með því að ráða þá í vinnu skv.sérstöku samkomulagi við Félagsmálaráðuneytið. Hefur Félagsþjónusta þingeyinga verið milligönguaðili milli bæjarins og ráðuneytisins í þeim efnum.

Að þessu sinni fær bærinn viðurkenningu fyrir að hafa ráðið Matthías Örn Erlendsson í sumarvinnu undir stjórn garðyrkjustjóra.  Alls eru fjórir í starfi hjá bænum á þessum forsendum, ýmist í heilu- eða hlutastarfi.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við athöfnina eru frá vinstri: Baldur McQueen Rafnsson deildarstjóri málefna fatlaðra hjá Félagsþjónustu þingeyinga, Jan Klitgaard garðyrkjustjóri, þá Matthías, Vigfús Sigurðsson deildartæknifræðingur Húsavíkurbæjar og Sigrún Þórólfsdóttir atvinnuleitarfulltrúi.

 

Mynd: Jóhannes Sigurjónsson